Færsluflokkur: Bloggar
18.6.2010 | 00:56
Til háborinnar skammar - á sjálfum SJÁLFSTÆÐISDEGI Íslendinga!!!
Og ungliðar til stuðnings aðildar að ESB með samkomutjald í dag á Austurvelli, nokkrum metrum frá kransi þeim sem lagður var í minningu sjálfstæðishetju vorrar Jóns Sigurðssonar. Hvílík óskammfeilni.
Ekki rétt að mæla hér meir, meðan reiðin innanbrjósts kraumar.
Heilladagur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2010 | 12:51
Alveg er hún einstök ljósmyndin hans Ólafs
Þætti afar sanngjarnt að þetta yrði valin ljósmynd ársins 2010 bæði hérlendis sem og erlendis! Sérlega í ljósi þess að hún er tekin á flótta undan náttúruöflunum, þegar blásið hafði verið til neyðartæmingar á nærstöddum bæjum, sem sagt fest í minni á einu litlu andartaki án nokkurs undirbúnings. Einfaldlega smellt af með fingrunum. Og þvílík útkoma. Enga mynd hef ég fegurri litið, þrátt fyrir ógnina sem hún lýsir.
Sé þessa ljósmynd fyrir mér prýða ýmislegt nytsamlegt í framtíðinni, svo sem 200-1000 stykkja púsluspil, dagatöl, tölvumottur, kaffi- og tebolla, kápur á vönduðum dagbókum sem og stuttermaboli af ýmsu tagi. Einnig er hægt að selja stórar eftirprentanir af myndinni, nokkurs konar plakat, sem hægt er að hafa til augnayndis á vegg heima fyrir. Ekki væri vitlaust að Ólafur Eggertsson og fjölskylda ræddu við þá sem eru í slíkum viðskiptum/hönnun og jafnvel fengju sér umboðsmann? Að minsta kosti á þessi mynd svo sannarlega erindi inná hvert heimili og þá sérlega í stórborgum erlendis þar sem fólk býr á steypunni langt fjarri slíkri ægifegurð náttúrunnar.
Ísland alræmt og þjóðin í sjálfsleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)